Stefnt er að því að taka nýtt félaga- og orlofskerfi í notkun hjá félaginu þann 1. nóvember nk. og því var tekin sú ákvörðun að greiða út þeim félagsmönnum sem áttu inneign í núverandi orlofskerfi og var það gert sl. fimmtudag. Örfáir einstaklingar fengu ekki greidda út sína inneign þar sem bankaupplýsingar í kerfinu voru ekki réttar. Ef þú kæri félagsmaður telur þig hafa átt inneign í orlofskerfinu og ekki fengið hana greidda út þá skaltu hafa samband við félagið og við könnum þína stöðu.
Núna er vinnureglan varðandi orlofshús sú að við afbókun er reynt að endurleigja viðkomandi eign og ef það gengur eftir fæst inneign sem hægt er að nýta síðar vegna orlofshúsa eða íbúða. Einungis er endurgreitt vegna veikinda, andláts eða vegna óveðurs/ófærðar skv. viðvörun Veðurstofu Íslands.
Í nýja kerfinu sem tekið verður í notkun 1. nóvember nk. verður ekki í boði að eiga inneign en í því kerfi getur félagsmaður sem leigt hefur orlofshús eða íbúð t.d. fært leiguna á annað tímabil og/eða íbúð/orlofshús ef það sem leigt er hentar ekki. Leigureglur og annað tengt nýja kerfinu verður kynnt er nær dregur því að það fari í loftið.