46. þing Alþýðusambandsins verður haldið næsta vetur. Þessa dagana stendur yfir seinni hringferð af tveimur um landið á vegum ASÍ, þar sem forseti og starfsfólk skrifstofu hittir fyrir félögin á fundum. Í gær fór fram fundur á Akureyri fyrir tíu félög sem eru á Norðurlandi eystra.
Á fundunum í vor var farið yfir þau málefni sem fastanefndir ASÍ hafa undirbúið sl. ár og miðstjórn hefur lagt til að fái sérstaklega umfjöllun í aðdraganda þingsins. Afrakstur fundanna sl. vor var notaður til að búa til ályktanir og greinargerð með þeim fyrir miðstjórn. Í seinni hringferðinni sem nú stendur yfir eru ályktanir ræddar og tillögur að áherslum og aðgerðum af hálfu Alþýðusambandsins og aðildarfélaganna forgangsraðað.
Um 35 mættu á fundinn í gær sem tókst mjög vel, þar af voru 15 skráðir frá Einingu-Iðju.