Heilsueflandi vinnustaður - Viðmið fyrir vinnuumhverfi

Á morgun, fimmtudaginn 5. maí, milli kl. 8:30 og 10 stendur faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi fyrir fimmta viðburðinum um Heilsueflandi vinnustað.
 
Að þessu sinni er þemað vinnuumhverfi.  
 
  • Inga Berg Gísladóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis kynnir Heilsueflandi vinnustað stuttlega.
  • Gunnhildur Gísladóttir, iðþjuþjálfi og sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu fjallar um vinnuumhverfi út frá sjónarhóli Vinnueftirlitsins.
  • Kristín B. Reynisdóttir, sjúkraþjálfari og verkefnastjóri hjá VIRK fjallar um stoðkerfið og vinnuumhverfið.
  • Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu verður með erindi um hvernig hægt sé að stuðla að betra vinnuumhverfi; rakaskemmdir og loftgæði. Þess má geta að Efla var einn af tilraunavinnustöðunum sem prufukeyrðu viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað.