Hefur orðið vinnuslys á þínum vinnustað? Á eftir að tilkynna það?

Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má finna umfjöllum um vinnuslys þar sem m.a. kemur fram að tilkynna skal rafrænt til Vinnueftirlitsins öll slys sem leiða til þess að starfsmaður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð. 

Á það einnig við um vinnuslys þar sem leitað var aðstoðar Neyðarlínunnar eða lögreglu. Einnig skal tilkynna slys þar sem líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni.

Með óvinnufærni er átt við að starfsmaður geti ekki sinnt starfi sínu eða sambærilegu starfi.

Það er á ábyrgð atvinnurekanda að tilkynna um vinnuslys innan viku frá slysdegi.

Nánar á heimasíðu Vinnueftirlitsins