Greiðslur úr sjúkrasjóði Einingar-Iðju fóru í fyrsta skipti í sögu félagsins yfir 200 milljónir á starfsárinu, en á síðasta ári greiddi félagið út um 210,4 milljónir króna úr sjóðnum til félagsmanna. Þetta er hækkun um 41 milljón milli ára, en árið 2020 var upphæðin um 169,3 milljónir. Alls fengu 2.084 félagsmenn greitt á síðasta ári úr sjóðnum.
Á árinu 2014 fóru greiðslur úr sjóðnum í fyrsta sinn yfir 100 milljónir.
Dagpeningagreiðslur vega mest í upphæðinni en á síðasta ári fengu félagsmenn greidda rúmlega 167 milljónir króna í dagpeninga miðað við um 132,4 milljónir árið 2020. Dagpeningagreiðslur geta verið vegna eigin veikinda, mjög alvarlega veikinda maka eða langveikra og/eða alvarlegra fatlaðra barna.
Aðrar greiðslur úr sjúkrasjóði námu alls rúmlega 43 milljónum kr. miðað við um 37 milljónir kr. árið áður. Þarna má m.a. nefna greiðslur vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og sjúkranudds, viðtöl við sálfræðinga og geðlækna, gleraugnaglerja, heyrnartækja, krabbameinsleitar o.fl.
|
2021 |
2020 |
||||
|
Fjöldi |
Upphæð |
Fjöldi |
Upphæð |
||
Fjárveitingar úr sjúkrasjóði |
félaga |
styrkja |
félaga |
styrkja |
|
|
Dagpeningar |
217 |
582 |
167.087.905 |
187 |
481 |
132.372.351 |
Útfararstyrkir |
25 |
25 |
5.200.000 |
16 |
16 |
3.760.000 |
Bætur samtals |
242 |
607 |
172.287.905 |
203 |
497 |
136.132.351 |
|
|
|
|
|
|
|
Styrkir til félagsmanna |
|
|
|
|
|
|
Sjúkraþjálfun og sjúkranudd |
527 |
4.247 |
13.336.632 |
274 |
3.804 |
10.531.104 |
Krabbameinsskoðun |
157 |
170 |
995.223 |
172 |
206 |
1.105.258 |
Líkamsrækt |
632 |
719 |
10.170.987 |
499 |
683 |
9.936.300 |
Aðrir styrkir |
508 |
1.035 |
13.583.233 |
385 |
962 |
11.634.831 |
Styrkir til sjóðsfélaga samtals |
1.842 |
6.189 |
38.086.075 |
1.330 |
5.655 |
33.207.493 |
Bætur og styrkir til félagsmanna úr sjúkrasjóði |
2.084 |
6.796 |
210.373.980 |
1.533 |
6.152 |
169.339.844 |