Greiðslur úr sjúkrasjóði í fyrsta sinn yfir 200 milljónir

Greiðslur úr sjúkrasjóði Einingar-Iðju fóru í fyrsta skipti í sögu félagsins yfir 200 milljónir á starfsárinu, en á síðasta ári greiddi félagið út um 210,4 milljónir króna úr sjóðnum til félagsmanna. Þetta er hækkun um 41 milljón milli ára, en árið 2020 var upphæðin um 169,3 milljónir. Alls fengu 2.084 félagsmenn greitt á síðasta ári úr sjóðnum.

Á árinu 2014 fóru greiðslur úr sjóðnum í fyrsta sinn yfir 100 milljónir.

Dagpeningagreiðslur vega mest í upphæðinni en á síðasta ári fengu félagsmenn greidda rúmlega 167 milljónir króna í dagpeninga miðað við um 132,4 milljónir árið 2020. Dagpeningagreiðslur geta verið vegna eigin veikinda, mjög alvarlega veikinda maka eða langveikra og/eða alvarlegra fatlaðra barna.

Aðrar greiðslur úr sjúkrasjóði námu alls rúmlega 43 milljónum kr. miðað við um 37 milljónir kr. árið áður. Þarna má m.a. nefna greiðslur vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og sjúkranudds, viðtöl við sálfræðinga og geðlækna, gleraugnaglerja, heyrnartækja, krabbameinsleitar o.fl.

 

2021

2020

 

Fjöldi

Upphæð

Fjöldi

Upphæð

Fjárveitingar úr sjúkrasjóði

félaga

styrkja

 

félaga

styrkja

 

Dagpeningar

217

582

167.087.905

187

481

132.372.351

Útfararstyrkir

25

25

5.200.000

16

16

3.760.000

Bætur samtals

242

607

172.287.905

203

497

136.132.351

 

 

 

 

 

 

 

Styrkir til félagsmanna

 

 

 

 

 

 

Sjúkraþjálfun og sjúkranudd

527

4.247

13.336.632

274

3.804

10.531.104

Krabbameinsskoðun

157

170

995.223

172

206

1.105.258

Líkamsrækt

632

719

10.170.987

499

683

9.936.300

Aðrir styrkir

508

1.035

13.583.233

385

962

11.634.831

Styrkir til sjóðsfélaga samtals

1.842

6.189

38.086.075

1.330

5.655

33.207.493

Bætur og styrkir til félagsmanna úr sjúkrasjóði

2.084

6.796

210.373.980

1.533

6.152

169.339.844