Orlofslaun lögð inn á orlofsreikning

Launafólk á rétt á orlofi. Orlofsréttur er annars vegar réttur til orlofsdaga og/eða sumarleyfis og hins vegar réttur til launa á meðan leyfi stendur, orlofslauna. Orlofslaun eru til þess ætluð að launafólk sé ekki án tekna meðan á sumarleyfi stendur. Þau eru viðbót við launagreiðslur hvers mánaðar og af þeim eru greiddir skattar og gjöld eins og af öðrum launum. Orlofslaun reiknast við hverja útborgun og eru minnst 10,17% af heildarlaunum. Þetta hlutfall getur verið hærra samkvæmt kjarasamningum. 

Vert er að benda félagsfólki á að ef launagreiðandi þess dregur orlof af launum til að leggja inn á sérstakan orlofsreikning þá á það að fá orlofið greitt úr banka í maí. Útreikningur orlofslauna á að koma fram á launaseðli, þar á einnig að sjást hvað orlofið er mikið og svo hversu mikið er dregið frá launum og lagt í banka. Uppsöfnun orlofslauna inn á orlofsreikningi á einnig að koma fram á launaseðli.

Félagið veit því miður um dæmi þess að á launaseðli kemur fram að orlof sé lagt inn í banka en svo kemur í ljós í maí að engin innistæða er á viðkomandi reikningi. Ef félagsmaður lendir í þessu þá skal viðkomandi strax gera athugasemdir við þetta til launagreiðanda og hafa samband við Einingu-Iðju ef þörf krefur.

Orlof innifalið í launum er ólögmætt og andstætt ákvæðum kjarasamninga.

Athugið! Þegar verið er að talað er um orlofslaun er ekki verið að tala um orlofsuppbót. Þessu tvennu má ekki rugla saman! 

Orlof og frídagar á vef ASÍ