Á morgun hefst hjá Eflingu atkvæðagreiðsla um verkfall starfsfólks ræstingafyrirtækja, þar á meðal Sólar ehf., sem hefur umsjón með íbúðum Einingar-Iðju á Höfuðborgarsvæðinu. Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 18 á mánudag eftir viku, þá liggur ljóst fyrir um framhaldið.
Sólar ehf. sér um að þrífa íbúðir Einingar-Iðju fyrir upphaf leigu og ef af verkfalli verður þá þarf félagið að skella í lás frá og með 1. mars nk., bæði orlofs- og sjúkraíbúðum. Það er bannað að ganga í störf félagsmanna Eflingar sem eru í verkfalli.
Félagsmenn sem verða í íbúð á Höfuðborgarsvæðinu þegar/ef verkfall hefst geta að sjálfsögðu klárað sína dvöl þar, enda eru íbúðir ekki þrifnar á meðan leigu stendur.
Þeir sem þegar hafa bókað íbúð í byrjun mars þurfa að fylgjast vel með stöðu mála. Er nær dregur verður félagið í sambandi við viðkomandi félagsmenn ef þarf að fella niður leigur, þá verður hægt að fá inneign eða endurgreiðslu.