Fyrsti fundur stjórnar á nýju starfsári

Í gær var haldinn fyrsti fundur aðalstjórnar Einingar-Iðju á starfsárinu 2024-2025. Fundurinn fór að þessu sinni fram á Akureyri og rafrænt í gegnum Teams.

Starfsmönnum félagsins var boðið að sitja þennan fyrsta fund starfsársins. Á vinnufundi stjórnar sem fram fór í Sveinbjarnargerði í nóvember sl. var ákveðið að einu sinni á starfsári myndu starfsmenn og stjórn funda saman og var ákveðið að fyrsti fundur hvers starfsárs yrði nýttur í það.

Fjölmörg mál voru tekin fyrir á fundinum en alls voru 18 liðir á dagskrá. M.a. var farið yfir aðalfund félagsins, rætt um stöðu samningamála, ársfund Stapa og aðalfundi Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum og í Flókalundi. Farið var yfir niðurstöður skýrslu varðandi upplýsingatæknimál félagsins, samþykkt var fundaplan stjórnar næsta starfsárs og margt fleira.

Vert er að benda á að stjórnarmenn fá afhent á hverjum fundi uppfært yfirlit yfir rekstur félagsins og því veit stjórnin ávallt hvernig staðan er miðað við fjárhagsáætlun ársins.