Fyrsti fundur stjórnar á nýju starfsári

Stjórn Einingar-Iðju starfsárið 2023-2024. F.v.: Pálmi, Sigríður, Guðbjörg, Anna, Svavar, Elín, Róbe…
Stjórn Einingar-Iðju starfsárið 2023-2024. F.v.: Pálmi, Sigríður, Guðbjörg, Anna, Svavar, Elín, Róbert, Bethsaida, Ingvar, Ingibjörg, Tryggvi og Gunnar.

Í gær var haldinn fyrsti fundur aðalstjórnar Einingar-Iðju á starfsárinu 2023-2024. Fundurinn fór að þessu sinni fram á Akureyri.

Þetta var jafnframt fyrsti fundur undir stjórn nýs formanns félagsins, Önnu Júlíusdóttur, og voru fjölmörg mál tekin fyrir á honum, alls voru 20 liðir á dagskrá. M.a. var farið yfir aðalfund félagsins, rætt um stöðu samningamála, ársfund Stapa og aðalfund Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum. Þá var farið yfir niðurstöður skýrslu Vörðu -Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins um lífsskilyrði launafólks sem birt var þann 3. maí sl. og margt annað. 

Þetta var einnig fyrsti fundur Tryggva Jóhannssonar sem starfandi varaformanns og fyrsti fundur nýs meðstjórnanda, Pálma Þorgeirs Jóhannssonar.

Vert er að benda á að stjórnarmenn fá afhent á hverjum fundi uppfært yfirlit yfir rekstur félagsins og því veit stjórnin ávallt hvernig staðan er miðað við fjárhagsáætlun ársins.