Stjórn Stapa hefur boðað til rafræns fundar fulltrúaráðs á morgun, miðvikudaginn 12. apríl kl. 16:30. Félagið á rétt á að senda 40 fulltrúa á fundinn og hafa þeir verið boðaðir á hann.
Samkvæmt grein 3.7 í samþykktum skal stjórn sjóðsins kalla saman fulltrúaráðið tvisvar á ári, að hausti og í aðdraganda ársfundar þar sem málefni sjóðsins eru rædd. Á fundinum verður m.a. farið yfir lykiltölur, breytingar á samþykktum undirbúnar fyrir ársfund og tilnefningar í stjórn sjóðsins staðfestar. Um hlutverk og starfsemi fulltrúaráðs að öðru leyti vísast í kjarasamninga.
Drög að dagskrá fundarins eru eftirfarandi: