Fulltrúaráðsfundur AN 2023

Föstudaginn 22. september sl. fór fram fulltrúaráðsfundur Alþýðusambands Norðurlands í Illugastöðum í Fnjóskadal. Slíkur fundur er haldinn annað hvert ár, þ.e. þegar þing sambandsins fer ekki fram. Eining-Iðja átti rétt á að senda þrjá fulltrúa og sátu fundinn formaður og varaformaður félagsins, ásamt þjónustufulltrúa sjóða félagsins, þau Anna Júlíusdóttir, Tryggvi Jóhannsson og Aðalbjörg G. Hauksdóttir.

Nokkrir fyrirlesarar mættu á fundinn, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, reið á vaðið og fjallaði um stöðuna í ASÍ. Næsta erindi var frá Róberti Farestveit, Sviðsstjóra Hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, sem fjallaði um efnahagshorfur. Sigríður Huld Jónsdóttir, Skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, fjallaði um iðnmenntun og Þorkell V. Þorsteinsson, Aðstoðarskólameistari Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra, fjallaði um fjarkennslu. Frá Rarik mætti Sigurjón Jóhannesson, Deildarstjóri Netreksturs, og fjallaði um stöðu rafmagnsmála á Norðurlandi. Að lokum fjölluðu þeir Tryggvi Jóhannesson, varaformaður Einingar-Iðju og formaður stjórnar Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum, og Þórólfur Egilsson, Umsjónarmaður orlofsbyggðarinnar, um stöðuna á Illugastöðum.

Miklar og góðar umræður urðu um öll erindi dagsins.