Sumarið 2022 býður Eining-Iðja félagsmönnum enn og aftur upp á að kaupa Útilegukortið og Veiðikortið á sérkjörum. Með því að kaupa kortið hjá félaginu geta félagsmenn því sparað verulega. Kaupa þarf kortin í gegnum Orlofshúsavefinn, þá sendist pöntun til viðkomandi söluaðila sem senda kortin til félagsmanna. Kortin verða EKKI til sölu á skrifstofum félagsins.
Athugið að gott er að panta með góðum fyrirvara. Það getur tekið allt að viku, jafnvel rúmlega það, að fá kort með póstinum.
Félagsmenn geta einnig keypt ferðaávísun á orlofsvefnum sem tryggir bestu kjörin á gistingu á hótelum og gistiheimilum um allt land. Nú er líka hægt að nota ferðaávísunina upp í gönguferðir, en búið er að semja við Ferðafélag Íslands, Útivist og Fjallafjör um að taka við Ferðaávísun stéttarfélagana. Félagsmenn njóta sérkjara á völdum ferðum en einnig má nota Ferðaávísun upp í hvaða ferð sem er á vegum þessara fyrirtækja.