Sumarið 2024 býður Eining-Iðja félagsmönnum enn og aftur upp á að kaupa Útilegukortið og Veiðikortið á sérkjörum. Með því að kaupa kort hjá félaginu geta félagsmenn því sparað verulega. Kaupa þarf kortin í gegnum Orlofsvef félagsins, þá sendist pöntun til viðkomandi söluaðila sem senda Veiðikortið til félagsmanna, en Útilegukortið er rafrænt. Kortin eru EKKI til sölu á skrifstofum félagsins.
Útilegukortið er rafrænt og þegar það er pantað er hægt að fá það sent í tölvupósti og/eða SMS eftir að greiðsla fer fram. Þá þarf viðkomandi að skanna QR kóða til að fá kortið beint í rafrænt veski í símann sinn. Nauðsynlegt er að setja upp rafrænt veski í símann áður en ýtt er á hlekk sem kemur frá söluaðila (Útilegukortinu).
Athugið að gott er að panta með góðum fyrirvara. Það getur tekið allt að viku að fá Veiðikortið með póstinum.
Ferðaávísun
Félagsmenn geta einnig keypt ferðaávísun á orlofsvefnum sem tryggir bestu kjörin á gistingu á hótelum og gistiheimilum um allt land. Jafnframt er hægt að nota ferðaávísunina upp í gönguferðir, samið var við Ferðafélag Íslands, Útivist og Fjallafjör og njóta félagsmenn sérkjara á völdum ferðum en einnig má nota Ferðaávísun upp í hvaða ferð sem er á vegum þessara fyrirtækja.