Framtíð vinnuverndar í umönnunarstörfum

Vinnueftirlitið stendur fyrir ráðstefnunni Framtíð vinnuverndar í umönnunarstörfum á Grand hóteli föstudaginn 14. október nk. frá kl. 9:00 til 11:45. Ráðstefnunni verður einnig streymt. 

Stoðkerfisvandi er algengasta orsök fjarvista frá vinnu í Evrópu og ein algengasta orsök örorku. Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi forvarna í skipulagi umönnunarstarfa og áhrif vinnustaðamenningar á vellíðan starfsfólks sem sinnir þeim.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, setur ráðstefnuna. Aðalfyrirlesarar verða Charlotte Wåhlin, aðstoðarprófessor við vinnu- og umhverfisheilsudeild Háskólasjúkrahússins í Linköping, sem mun segja frá nýrri nálgun við að meta áhættu við umönnunarstörf á legudeildum og hins vegar Jonas Örts Vinstrup, Phd. rannsakandi frá dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd, sem mun fjalla um vinnuumhverfi og menningu á umönnunarstofnunum.

Þá verða erindi frá Hrafnistuheimilunum, Landspítala og VIRK en ítarlega dagskrá má nálgast á vefsíðu Vinnueftirlitsins.

Ráðstefnan er öllum opin en óskað er eftir því að þátttakendur skrái sig hér

Ráðstefnunni verður einnig streymt.