Nú standa yfir framkvæmdir á Illugastöðum en Borgarverk er að undirbúa að setja nýtt slitlag á vegi og bílastæði á svæðinu.
Þá er einnig verið að fjarlægja gamalt þvottaplan sem er á bílastæði við efri byggðina. Þar er jafnframt búið að grafa skurð frá húsi nr. 19 og þvert yfir bílaplanið sem í fer rör fyrir rafmagnsstreng sem mun liggja undir efra bílaplanið til að eiga möguleika í framtíðinni á að vera með staur til að hlaða bíla. Búið verður að moka í skurðinn á ný fyrir næstu helgi.
Þessar framkvæmdir eru nauðsynlegar og vonum að þær taki sem skemmstan tíma og raski sem minnst veru þeirra sem eru á svæðinu.