Á fundum stjórna fræðslusjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar, Sjómenntar og Ríkismenntar var samþykkt að skerpa á viðmiðum og kröfum til fræðsluaðila og leiðbeinenda við íslenskukennslu. Í góðu samstarfi sjóða og annarra hlutaðeigandi var unnið að þeim ramma sem lesa má hér fyrir neðan.
Styrkhæfni í íslenskukennslu
Á við um allt nám, námskeið og einkakennslu. Aðgangur að öppum í íslensku eru einnig styrkhæf falli þau að viðmiðum sjóðsins um starfstengt nám.
Viðmið sjóða um hæfi leiðbeinanda
Leiðbeinandi íslenskunámskeiða, íslenskunáms eða einkakennslu sem starfar annarsstaðar en hjá viðurkenndum fræðsluaðila samþykktum af Mennta- og barnamálaráðuneytinu eða Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, verður að búa yfir neðangreindum hæfnikröfum og reynslu svo þjónusta viðkomandi teljist styrkhæf af starfsmenntasjóðum
Aðrar hæfnikröfur:
• Marktæk þekking á kennslu tungumála
• Reynsla af kennslu frá viðurkenndum fræðsluaðila
• Lokið námi á háskólastigi
• Fagleg vinnubrögð og metnaður til að skila góðri vinnu
Tilgreind hæfni og viðmið eiga einnig við um annað tungumálanám, námskeið og einkakennslu.
Umsókn er hafnað ef ofangreindar kröfur um viðmið, hæfi og hæfni eru ekki fyrir hendi.