Dagana 11. og 12. apríl sl. fóru fram fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG á Marriot hótel í Keflavík. Stjórn ASÍ-UNG stóð fyrir viðburðinum og sóttu hann um 30 manns, þar á meðal Elsa Hrönn Gray Auðunsdóttir frá Einingu-Iðju en hún situr í stjórn ASÍ-UNG. Málefni fræðslu- og tengsladagana í ár var var framtíð vinnumarkaðarins.
Erindi fluttu:
- Aleksandra Leonardsdóttir, starfsmaður ASÍ í fræðslu og inngildingu. Erindi hennar fjallaði um innflytjendur.
- Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, starfsmaður ASÍ í jafnréttismálum. Erindi hennar fjallaði um jafnréttismál.
- Auður Alfa Ólafsdóttir, starfsmaður ASÍ í Verðlagseftirlit ASÍ og umhverfis- og neytendamál. Erindi hennar fjallaði um umhverfismál.
- Sigmundur Halldórsson, starfsmaður Landssambands Íslenskra verzlunarmanna. Erindi hans fjallaði um atvinnulýðræði.
- Einnig fluttu erindi þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður ASÍ-UNG.
Fræðslu og tengsladagarnir í ár voru öðruvísi fyrir þær sakir að í ár var ungum félagsmönnum í aðildarfélögum BSRB einnig boðið að taka þátt í viðburðinum. Tókst það með ágætum og er vonandi fyrsta skrefið í átt að en frekari samvinnu ungs fólks á vinnumarkaði.