ASÍ-UNG stendur fyrir fræðslu- og tengsladögum dagana 30. og 31. mars nk. á Hellu, nánar tiltekið á Hótel Stracta. Þessir dagar eru ætlaðir félagsmönnum á aldrinum 16 til 35 ára sem áhuga hafa á starfi stéttarfélaga. Síðast þegar slíkur viðburður var haldinn var góð þátttaka og skapaðist skemmtilegt andrúmsloft.
ASÍ-UNG hvetur öll félög til að taka þátt og senda fulltrúa og mun Eining-Iðja að sjálfsögðu gera það nú sem áður á slíkan viðburð.
Áhugasamir félagsmenn á aldrinum 16 til 35 ára geta fengið nánari upplýsingar um viðburðinn með því að hafa samband við Önnu varaformann félagsins, annajul@ein.is.
Dagskrá
Fimmtudagur, 30. mars
Föstudagur, 31. mars
ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar sem sér til þess að hagsmunamál ungra Íslendinga á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins.