Eitt af hlutverkum Vinnuskóla er markviss fræðsla á ýmsum sviðum auk forvarna. Ár hvert skipuleggja forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrarbæjar fræðslu fyrir ungmenni Vinnuskólans. Fræðslan er hluti af menntahlutverki Vinnuskólans og mikilvægur hluti af fjölbreyttri upplifun ungmennanna. Fjölmargir koma að þeirri fræðslu, m.a. Eining-Iðja.
Tvisvar í síðustu viku og þrisvar í þessari viku mætti félagið á starfsstöðvar Vinnuskólans og var þar með fræðslu fyrir ungmennin um réttindi og skyldur þeirra á vinnumarkaði.
Rut Pétursdóttir, þjónustufulltrúi hjá Einingu-Iðju, sá um fræðsluna að þessu sinni.