Vinnuskólar landsins eru um þessar mundir að fara í gang eftir vetrardvala. Á hverju vori halda mörg sveitarfélög námskeið fyrir flokkstjóra sem starfa í vinnuskólunum. Í þessari viku stendur yfir í SÍMEY námskeið fyrir flokkstjóra vinnuskóla Akureyrar.
Sl. mánudag var Rut, þjónustufulltrúi hjá félaginu, með fræðslu í SÍMEY fyrir flokkstjórana. Þar fór hún yfir m.a. yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
Síðar í júní er búið að fá félagið til að vera með kynningu fyrir alla sem eru í vinnuskólanum á Akureyri og hugsanlega verður slík kynning á fleiri stöðum.