Á vef ASÍ segir að Norræna verkalýðshreyfingin leggi þunga áherslu á að fastráðningar í full störf verði hin almenna regla í heilbrigðis- og umönnunargeiranum á Norðurlöndum. Konur, innflytjendur og fólk með litla eða enga formlega menntun eru þeir hópar sem helst verða fyrir barðinu á skammtímaráðningum og óöruggri vinnu í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu. Þetta er ein meginniðurstaða nýrrar skýrslu sem SAMAK, samstarfsnefnd alþýðusambanda og jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum, hefur sent frá sér.
Skýrslan nefnist „Fullt starf á Norðurlöndum - Aukin gæði og trygg vinna í föstum, fullum störfum í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu“. Fram kemur að vinnuaðstæður og -kjör í heilbrigðis- og umönnunarstörfum eru um margt ólíkar á Norðurlöndum. Það sama á við um þær áskoranir sem Norðurlöndin standa frammi fyrir. Mikilvægt sé því að leita lausna sem henta í hverju landi.
Hlutastörf algengust á Íslandi
Í skýrslunni kemur fram að hlutfall fólks í hlutastörfum í umönnunar- og heilbrigðisgeiranum er hæst á Íslandi. Þvert á það sem á við um Danmörku, Noreg og Svíþjóð fer þetta hlutfall vaxandi hér á landi. Þá kemur og fram að í öllum löndunum eru konur í meirihluta þeirra sem eru í hlutastörfum og er hlutfallið einnig hæst á Íslandi.
Í yfirlýsingu sem leiðtogar alþýðusambanda og jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum hafa birt í tilefni skýrslunnar segir:
„Norrænu jafnaðarflokkarnir og verkalýðshreyfing Norðurlanda líta svo á að full, föst störf séu mikilvægur hornsteinn í norrænu velferðarlíkaninu. Þessari skýrslu fylgja pólitísk meðmæli sem við leggjum til að verði fylgt eftir í hverju landi fyrir sig:
Skýrslu SAMAK má nálgast hér: