Í kvöld, þriðjudaginn 14. nóvember 2023, verður haldinn fundur í samninganefnd félagsins kl. 19:30 á Hótel KEA á Akureyri.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, verður gestur fundarins og mun hann m.a. fjalla um stöðu mála hvað varðar ASÍ, kjarasamninga og ýmislegt fleira.
Aðeins um samninganefnd félagsins
Í samninganefnd Einingar-Iðju sitja 50 félagsmenn og 7 til vara, samkvæmt ákveðnum reglum. Ákveðinn fjöldi er tilnefndur af starfsgreinadeildum í hlutfalli við stærð. Frá stjórn koma formaður, varaformaður, ritari, meðstjórnandi og svæðisfulltrúar. Trúnaðarráð skipar í þau sæti sem eftir eru með tilliti til starfsgreina og/eða vinnustaða.
Umboð samninganefndar fellur niður þegar aðalkjarasamningar og tengdir sérkjarasamningar hafa verið samþykktir. Stjórn félagsins eða formaður í umboði hennar sjá um gerð kjarasamninga á milli starfstíma samninganefnda. a) Formaður félagsins og varaformaður eru sjál
Þannig er nú skipað í nefndina:
|
Aðalmenn |
Varamenn |
Aðalstjórn |
7 |
0 |
Matvæla- og þjónustudeild |
16 |
3 |
Opinbera deildin |
14 |
2 |
Iðnaðar- og tækjadeild |
9 |
2 |
Frá trúnaðarráði |
4 |
0 |
Samtals |
50 |
7 |