Í gær kom á skrifstofu Einingar-Iðju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún var í heimsókn á Akureyri og nýtti m.a. tækifærið til að kíkja á Björn Snæbjörnsson, formann félagsins, og færði honum blómvönd í kveðjuskyni þar sem hann var að kveðja sem formaður Starfsgreinasambandsins.
Katrín fór ekki tómhent af skrifstofunni því Björn færði henni að gjöf bókina „Til starfs og stórra sigra“ – Saga Einingar-Iðju 1906-2004 sem gefin var út í febrúar 2018. Katrín var ekki ein á ferð því með henni var Henný Hinz, aðstoðarmaður ríkisstjórnar á sviði vinnumarkaðs-, efnahags- og loftlagsmála, og að sjálfsögðu fékk hún líka eintak af bókinni.