Á Aðalfundum deilda sem fram fóru í vikunni fóru fram kosningar um nokkur embætti. Í reglugerð fyrir Starfsgreinadeildar félagsins segir m.a. að stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára sem hér segir: Annað árið formann, ritara og þrjá (3) meðstjórnendur en hitt árið varaformann og þrjá (3) meðstjórnendur.
Í ár var komið að því að kjósa í öllum deildum til tveggja ára um embætti formanns, ritara og þriggja meðstjórnanda. Einnig var kosið um tvo meðstjórnendur til eins árs í Opinberu deildinni.
Formennirnir þrír; þau Guðbjörg Helga Andrésdóttir, formaður Opinberu deildar, Ingvar Kristjánsson, formaður Iðnaðar- og tækjadeildar og Tryggvi Jóhannsson, formaður Matvæla- og þjónustudeildar, voru öll endurkjörin.
Nánar má lesa um niðurstöðu kosninganna í hverri deild fyrir sig hér.