Fimmtudaginn 23. febrúar sl. fór fram formannafundur Starfsgreinasambands Íslands. Um var að ræða útvíkkaðan fund, en til slíkra formannafunda eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi. Björn formaður og Anna varaformaður sátu fundinn fyrir hönd félagsins.
Á fundinum fór Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ, yfir stöðu efnahagsmála og svaraði fyrirspurnum frá fundarmönnum. Þá kynnti Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, yfirstandandi könnun um stöðu launafólks á Íslandi og Ragnar Ólason frá Eflingu kynnti niðurstöður vinnuhóps um betri vinnutíma í vaktavinnu. Fyrir fundinum lá einnig að hefja undirbúning fyrir 45. þing ASÍ sem verður framhaldið í lok apríl. Undir liðnum önnur mál sköpuðust svo góðar og hreinskiptar umræður um stöðuna innan verkalýðshreyfingarinnar sem vissulega er erfið um þessar mundir.