Í dag kl. 10:00 hefst formannafundur ASÍ á Hótel Nordica í Reykjavík og mun hann standa yfir til kl. 16:00. Reglulegir formannafundir ASÍ eru haldnir annað hvert ár, þ.e. þau ár sem þing ASÍ eru ekki haldin. Til fundarins koma formenn allra aðildarfélaga Alþýðusambandsins, þar á meðal Anna Júlíusdóttir formaður Einingar-Iðju.
Dagskrá
- 10:00 Fundur settur – Finnbjörn A. Hermannsson
- 10:20 Kristín Heba framkvæmdastjóri Vörðu – staða launafólks 2024
- 10:30 Róbert Farestveit – Efnahagsmálin, okkar sýn
- 11:00 Halla Gunnarsdóttir - Tillögur Efnahags- og skattanefndar
- 11:30 Halldór Oddsson - Forgangsatriði úr starfsnefndum miðstjórnar
- 11:45 Umræður
- 12:30 Hádegismatur
- 13:15 Landsambönd og félög með beina aðild gera grein fyrir stöðunni
- 14:30 Síðdegiskaffi
- 15:00 Umræður frh. og næstu skref
- 16:00 Fundi slitið