Í kjarasamningi aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2019 var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Sveitarfélögin greiða mánaðarlega 1,5% af heildarlaunum starfsmanna inn í þennan sjóð. Auk sveitarfélaga greiða í sjóðinn Heilsuvernd, Hólmasól, Fjölsmiðjan og Hamrar, útilífsmiðstöð skáta.
Eining-Iðja á aðild að sjóðnum fyrir sína félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélagi og ber að standa skil á þessum greiðslum til félagsmanna 1. febrúar ár hvert fyrir árið á undan. Athugið að ekki er tekin staðgreiðsla af upphæðinni sem greidd er út til félagsmanna. Því þarf að greiða skatta af þessum greiðslum eftir á.
Kennitala og bankaupplýsingar
Forsenda þess að hægt sé að greiða starfsmönnum sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2023 úr sjóðnum 1. febrúar 2024 er að Eining-Iðja hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna.
Auðvelt er að skrá sig inn á Mínar síður félagsins þar sem kanna má hvort Eining-Iðja sé með réttar upplýsingar um viðkomandi félagsmann og lagfært ef þörf krefur. Ef þú kemst ekki inn á síðuna eða hefur einhverjar spurningar í sambandi við Félagsmannasjóðinn þá máttu endilega senda tölvupóst á rosfrid@ein.is. Ekki láta 1,5% framlagið þitt í sjóðinn fara til spillis!
Tæpar 90 milljónir
Þegar greitt var úr sjóðnum þann 1. febrúar 2023 vantaði upplýsingar frá um 350 félagsmönnum. Því var ákveðið að greiða aftur úr sjóðnum í tvígang síðar á árinu til þeirra sem skiluðu inn umbeðnum upplýsingum.
1. febrúar sl. var greitt úr Félagsmannasjóði rúmlega 83 milljónir króna til 1.576 félagsmanna Einingar-Iðju. Þegar búið var að greiða þeim 182 félagmönnum sem skráðu umbeðnar upplýsingar á Mínar síður félagsins eftir 1. febrúar þá bættust rúmlega 6,5 milljónir við þá tölu. Því fengu 1.758 félagsmenn greitt tæplega 90 milljónir króna á þessu ári úr sjóðnum. Ekki láta 1,5% framlagið þitt í sjóðinn fara til spillis!
Í grein 13.8 í samningi SGS við sveitarfélögin er fjallað um Félagsmannasjóð, þar stendur m.a.:
Til að kanna þínar upplýsingar á Mínum síðum þá smellir þú á örina niður sem er efst á síðunni, hægra megin við nafnið þitt. Þá birtist flipi og þar smellir þú á UPPLÝSINGAR. Sjá myndina hér fyrir neðan