Vert er að minna aftur þá félagsmenn sem starfa eða hafa starfað hjá sveitarfélögum á eftirfarandi:
Í síðasta kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og verður greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Grein 13.8 í samningi Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallar um félagsmannasjóðinn.
Frá því sjóðurinn var stofnaður hefur Starfsgreinasambandið haldið utan um starfsemi sjóðsins og greiðslur félagsmanna því farið til sambandsins. Sambandið hefur einnig séð um að greiða úr sjóðnum ár hvert. Ákveðið var í byrjun september 2022 að Starfsgreinasambandið hætti að sjá um þetta og að hvert félag eigi að sjá um sjóðinn fyrir sína félagsmenn. Því mun Eining-Iðja sjá um þessar greiðslur til sinna félagsmanna frá þeim tíma.
Hér skráir þú þig inn á Mínar síður, með rafrænum skilríkjum, þar sem þú getur kannað hvort við séum með réttar bankaupplýsingar um þig og lagfært ef þörf krefur. Ef þú kemst ekki inn á síðuna þá máttu endilega senda tölvupóst á rosfrid@ein.is
Til að kanna þínar upplýsingar þá smellir þú á örina niður sem er efst á síðunni, hægra megin við nafnið þitt. Þá birtist flipi og þar smellir þú á UPPLÝSINGAR. Sjá myndina hér fyrir neðan