Laun og launatengdir liðir á almenna markaðinum hækkuðu þann 1. nóvember sl. eins og lesa má t.d. um hér.
Því miður eru vinnuveitendur ekki allir að standa sig varðandi þessa launahækkun starfsfólks. Of margar ábendingar um slíkt hafa komið inn á borð félagsins. Þegar starfsmenn hafa verið að fara yfir launaseðla fyrir félagsmenn er alveg ljóst að sérstaklega er um að ræða of marga veitingastaði, gistiheimili og hótel sem hafa gleymt að hækka laun sinna starfsmanna.
Yfirfarið launaseðlana ykkar vandlega og bregðist við og hafið samband við félagið ef þið verðið vör við að umrædd launahækkun skilaði sér ekki til ykkar.