Fékkst þú hagvaxtarauka?

Eins og áður hefur komið fram þá ákvað forsendunefnd ASÍ og SA að hagvaxtaraukinn kæmi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samningum. Kauptaxtar á almenna markaðinum og hjá sveitarfélögunum hækkuðu um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl sl. og áttu að koma til greiðslu 1. maí sl.

Sömu dagseningar gilda hjá ríkinu, en brot kom í hækkunina hjá ríkinu. Fram að launaflokki 18 nam hækkunin kr. 10.500 en eftir það var hækkunin kr. 7.875. Almenn laun hækkuðu um kr. 7.875.

Nýir kauptaxtar sem gilda fyrir almenna markaðinn, ríki og sveitarfélög frá 1. apríl sl..

Samkvæmt Lífskjarasamningnum kemur hagvaxtarauki til framkvæmdar ef landsframleiðsla (að raunvirði) á hvern íbúa hækkar umfram 1% á milli ára. Kveðið er á um 5 þrep eftir því hve vöxturinn er mikill og miðast framangreindar tölur við næst hæsta þrepið.

Þegar Lífskjarasamningurinn var gerður í apríl 2019 voru horfur í efnahagsmálum þannig, skv. Hagstofu og Seðlabanka Íslands, að hagvöxtur yrði að jafnaði 2,5% árin 2019-2022, sum árin heldur meiri en önnur minni, og mannfjöldaspá Hagstofu (miðspá) gerði ráð fyrir a.m.k. 1% árlegri fólksfjölgun. Við gerð samningsins var þannig útlit fyrir 1-1,5% hagvöxt á hvern íbúa á hverju ári samningstímans.

Hægt er að lesa nánar um hagvaxtaraukann hér