Eru félagsgjöldin ekki örugglega að skila sér?

Félagsgjöld til Einingu-Iðju eru 1% af launum og sér vinnuveitandi um skil þeirra til félagsins. Til að viðhalda fullgildum félagsrétti í Einingu-Iðju þurfa félagsgjaldagreiðslur að berast reglulega. 

Upphæð félagsgjalda og nafn stéttarfélags á að koma fram á launaseðli.  Eining-Iðja hvetur félagsmenn til að fara inn á Mínar síður félagsins þar sem á auðveldan hátt má sjá yfirlit yfir greiðslur iðgjalda til félagsins.

Með greiðslu lágmarksfélagsgjalda koma tiltekin réttindi. Hjá Einingu-Iðju hafa félagsmenn t.d. rétt til:

  • Upplýsinga um réttindi og skyldur
  • Aðstoðar við túlkun kjarasamninga
  • Aðstoðar við gerð ráðningarsamninga
  • Aðstoðar við útreikninga á launum og innheimtu
  • Aðstoðar ef upp kemur ágreiningur á vinnustað
  • Lögfræðiaðstoðar tengda kjaramálum
  • Aðstoðar í veikindum í gegnum sjúkrasjóðinn
  • Styrkja til forvarna og endurhæfingar
  • Niðurgreiðslu á námi og námskeiðum
  • Aðgangs að orlofshúsum