Er vinnumarkaðurinn vaknaður? #Metoo og lægri þröskuldur

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna buðu ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja SSF til hádegisfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag, 8. mars.  Yfirskrift fundarins var “Er vinnumarkaðurinn vaknaður? #Metoo og lægri þröskuldur”. Fundinum var einnig deilt í streymi á samfélagsmiðlum og má finna upptöku af fundinum hér.
 
Dagskrá:
  • Fundarstýra: Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
  • Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ehf. Er #metoo orðsporsáhætta fyrir atvinnulífið – eða eitthvað annað og meira?
  • Linda Rós Eðvarðsdóttir, doktorsnemi. Reynsla erlendra kvenna af vinnustaðatengdu ofbeldi (Immigrant women's experiences of employment based violence).
  • Edda Falak, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur. Hlutverk aktívista og áhrif frásagna (the role of activists and the power of storytelling).
  • Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikafræðingur. Þeir elska okkur einar en hata okkur saman (They love us alone but they hate us together).
Fundurinn var haldinn á íslensku og túlkaður á ensku.