Á fundi stjórnar Einingar-Iðju, 23.maí sl. var samþykkt að endurgreiða félagsmönnum sem keyptu gjafabréf Niceair í gegnum orlofsvef Einingar-Iðju og ekki var búið að nota vegna rekstrarstöðvunar Niceair.
Eining-Iðja var búið að óska eftir að fá upplýsingar frá Niceair vegna nýtingu gjafabréfa sem keypt voru í gegnum félagið en því miður bárust þær upplýsingar ekki til okkar áður en Niceair lokaði, þrátt fyrir að sum önnur félög hafi fengið slíkt í hendur og geta því endurgreitt sínum félagsmönnum.
Eining-Iðja ráðleggur félagsmönnum sem þetta á við að kanna bótarétt sinn hjá sínu tryggingafélagi sem fyrst. Athugið að Eining-Iðja endurgreiðir aðeins þau gjafabréf sem ekki var hægt að nota og sem ekki hafa fengist bætt í gegnum tryggingar umsækjanda. Vinsamlegast athugið að Eining-Iðja áskilur sér rétt til þess að óska eftir staðfestingu frá tryggingarfélagi umsóknaraðila um að viðkomandi hafi ekki fengið tap sitt bætt hjá þeim.
Þegar umbeðin gögn berast til félagsins munu þeir félagsmenn sem um ræðir geta sent inn beiðni um endurgreiðslu í gegnum Mínar síður Einingar-Iðju.
Eftir því sem best er vitað er ekki búið að skipa skiptastjóra og því ekki hægt að biðja slíkan um þau gögn sem vantar. Því verða þeir félagsmenn sem um ræður að sýna þolinmæði, við munum setja inn frétt um málið um leið og gögnin skila sér til félagsins.