Eitt laust hús á Illugastöðum um helgina

Undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir við eitt húsa félagsins á Illugastöðum, hús nr. 26 sem er með betra aðgengi fyrir fatlaða.

Baðherbergið var endurnýjað, farið var í breytingar á eldhúsinnréttingu, loftið málað hvítt, sett upp ný ljós og ýmislegt fleira.

Nú er svefnaðstaða fyrir sex manns í húsinu.

Húsið var tekið í notkun á ný í gær og því er laust eitt hús á Illugastöðum um helgina.

Nú gildir fyrstir panta og borga, fyrstir fá.

Áhugasamir félagsmenn geta skráð sig inn á orlofsvef félagsins bókað húsið og greitt fyrir það þar inni.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru eftir að framkvæmdum lauk.