Hagstofan gaf nýlega út þjóðhagsreikninga fyrir þriðja árfjórðung 2023. Á vef ASÍ segir að áætlað er að hagvöxtur á ársfjórðungnum hafi verið 1,1% frá sama tíma í fyrra. Tölurnar eru merki um að hratt dragi úr umsvifum í hagkerfinu en hagvöxtur var 7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og 4,7% á öðrum.