Undanfarið hafa of margir félagsmenn verið að kanna hjá félaginu rétt sinn til launa þegar fyrirtæki loka tímabundið, t.d. um jól, áramót eða í rólegum mánuði eins og janúar. Þetta virðist helst tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu, ýmist hótelum eða veitingahúsum.
Í kjarasamningum er það alveg skýrt að ekki er hægt að loka vinnustað og senda starfsmenn heim með engum fyrirvara og launalaust.
Almenna reglan bæði í þessum störfum og öðrum, er að fyrirtæki getur ekki sent starfsfólk launalaust heim.