Desemberuppbót 2024

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Upphæðin ákvarðast af starfstíma og starfshlutfalli.

Við hvetjum félagsmenn okkar til að fylgjast með hvort desemberuppbótin verði greidd.

Samtök atvinnulífsins – Almenni markaðurinn

  • Kr. 106.000.
  • Greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert.

Ríkið

  • Kr. 106.000.
  • Greiðist 1. desember ár hvert.

Sveitarfélög

  • Kr. 135.500
  • Greiðist eigi síðar en 1. desember ár hvert.

Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Við starfslok á að gera upp áunna desemberuppbót.

Hér má finna nánari upplýsingar um desemberuppbótin, m.a. töflu sem sýnir upphæð desemberuppbótar miðað við starfshlutfall og starfstíma á almenna markaðinum og dæmi um útreikning.