Eftirlitsfulltrúar vinnustaðaeftirlitsins eru fjölmargir og staðsettir um land allt. Sem dæmi má nefna að einn slíkur starfar hjá Einingu-Iðju, hann Ríkarð Svavar. Hann starfar fyrir 11 stéttarfélög í Eyjafirði og á Norðurlandi eystra, er með aðsetur á skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri en skipuleggur og fer í vettvangsferðir á vinnustaði á samningssvæðinu sem er Eyjafjörður, Skagafjörður og Húnavatnssýslur.
Stór hluti þeirra starfs er að upplýsa launafólk um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og tryggja að launafólk hafi aðgang að réttum upplýsingum. Einnig ber eftirlitsfulltrúum að tilkynna kjarasamningsbrot til viðeigandi félag og til opinberra aðila ef grunur vaknar um að fleira sé athugavert en bein kjarasamningsbrot.
Eftirlitsfulltrúar vinnustaðaeftirlitsins á Suðurlandi voru á ferð um þeirra svæði í vikunni og á Facebook síðu ASÍ má lesa eftirfarandi um ferðina.
Rætt var við leiðsögumenn frá Lettlandi , Ítalíu og Bretlandi sem fá greitt 𝑗𝑎𝑓𝑛𝑎ð𝑎𝑟𝑘𝑎𝑢𝑝 frá sínu fyrirtæki. Þau eru því á sama tímakaupi hvort sem unnið er á dagtíma, á kvöldin eða um helgar. Jafnaðarkaup er afar ógagnsætt fyrirkomulag og erfitt fyrir einstakling að átta sig á hvort hann/hún fái greitt of lítið eða ekki. Einnig kom í ljós að leiðsögumennirnir höfðu ekki fengið greidda desemberuppbót. Eftirlitsfulltrúar ræddu þessi réttindi við starfsfólkið, skildu eftir nafnspjöld og hvöttu þau til að fá aðstoð stéttarfélagsins við að reikna út hver launin ættu að vera.
Einnig var rætt við hópbifreiðarstjóra, Íslending á eftirlaunaaldri sem vinnur sem bílstjóri í 𝑣𝑒𝑟𝑘𝑡𝑜̈𝑘𝑢. Ræddur var sá kostnaður sem verktakar þurfa að standa straum af. Lífeyrissjóðsgjöld, orlof, veikindadagar og skattar; allt þetta þurfa bílstjórar í verktöku að reikna ofan á launin sín.
Eftirlitsfulltrúar heimsóttu einnig veitingastað á Suðurlandi en fengu fjandsamlegar móttökur frá eigandanum sem reyndi að koma í veg fyrir að eftirlitsfulltrúar ræddu við starfsfólkið. Honum var bent á heimildir þess efnis í lögum um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnumarkaði frá 2010. Eftirlitsfulltrúum tókst að lokum að ræða við einn starfsmann staðarins og afhentu honum upplýsingabæklinga til að dreifa til samstarfsfólks síns. Ekki náðist að ræða við starfsfólk í eldhúsinu en þar starfa einstaklingar sem tala hvorki íslensku né ensku og grunur leikur á um að þau fái ekki rétt laun. Vinnumálastofnun hefur verið gert viðvart og kallað verður eftir launaseðlum og ráðningarsamningum.
𝐃𝐢𝐚𝐫𝐲 𝐨𝐟 𝐀𝐒Í 𝐚𝐧𝐝 𝐭𝐫𝐚𝐝𝐞 𝐮𝐧𝐢𝐨𝐧𝐬' 𝗪𝐨𝐫𝐤𝐩𝐥𝐚𝐜𝐞 𝐈𝐧𝐬𝐩𝐞𝐜𝐭𝐢𝐨𝐧
Inspectors from the workplace inspection were in South Iceland this week.
They had conversations with tourist guides from Latvia , Italy and the UK who are being paid a 𝑓𝑙𝑎𝑡 𝑟𝑎𝑡𝑒 (𝐼. 𝑗𝑎𝑓𝑛𝑎ð𝑎𝑟𝑘𝑎𝑢𝑝) from their employer. That means they always get the same hourly rate, whether they work in the daytime, evenings, or on weekends. Flate rate is a non-transparent pay system and it is difficult for a worker to realise whether they are getting loo little pay or not. These workers had also not received a December bonus. The inspectors informed them about these rights, left their name cards, and encouraged them to get help from their union to calculate what the pay should be.
The inspectors also spoke to an Icelandic bus driver, a pensioner who drives as a 𝑐𝑜𝑛𝑡𝑟𝑎𝑐𝑡𝑜𝑟. They spoke about the costs that contractors have to pay, such as pension fund contributions, holiday pay, sick pay, and taxes, and which contractors have to take into consideration when setting a fee.
Inspectors also visited a restaurant in South Iceland where the were met with hostility from the employer, who tried to prevent the inspectors from speaking with the staff. Inspectors referenced the 2010 law on workplace ID cards and workplace inspection, which gives workplace inspectors the right to enter workplaces. They eventually managed to speak with one worker and left him information brochures to give to his coworkers. Inspectors were not able to speak to the kitchen staff, among whom are workers who speak neither English nor Icelandic. There is suspicion that those workers are not being paid correctly. Vinnumálastofnun has been informed and payslips and employment contracts will be requested from the employer.