-
Opið í dag kl. 08-16
- 460 3600
- Starfsfólk
- Fyrirspurnir
- Mínar síður
- Launagreiðendur
-
Fyrr á árinu undirritaði félagið samning við fyrirtækið CoreData Solutions ehf. um að taka upp CoreData sem er íslenskt upplýsingastýringakerfi. Fljótlega hófst innleiðing á kerfinu og er stefnt að því að CoreData leysi m.a. sameignardrif af hólmi, utanumhald samninga, verkefna og skjalageymslu.
Með notkun á CoreData verða upplýsingar félagsins betur skipulagðar og auðfinnanlegar. CoreData er einnig notað til að veita aðgang að gögnum stjórna og nefnda hjá félaginu. Í framhaldinu er svo stefnt að því að umsóknir af Mínum síðum Einingar-Iðju flæði með sjálfvirkum hætti inn í CoreData.
Á heimasíðu fyrirtækisins segir að CoreData er stolt af því að styðja við stéttarfélög í stafrænni vegferð og skipulagi upplýsinga.