Vegna áhrifa frá Covid 19 settu fræðslusjóðirnir af stað átak í fræðslu sem hófst 15. mars 2020. Hluti átaksins fólst í því að endurgreiðsluhlutfall styrkja hækkaði tímabundið úr 75% í 90% hjá bæði fyrirtækjum og til einstaklinga.
Nú er átakinu lokið og stjórnir sjóðanna hafa ákveðið að endurgreiðsluhlutfallið fari í 80% hjá fyrirtækjum (fyrirtæki utan SA 72%) og 80% til einstaklinga hjá Landsmennt og Sjómennt. Hjá Ríkismennt og Sveitamennt 80% til einstaklinga. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2023 gagnvart því námi sem hefst eftir þann tíma.
Hægt er að sjá reglur vegna einstaklingsstyrkja hér: Landsmennt – Sveitamennt – Ríkismennt – Sjómennt
Hægt er að sjá reglur vegna fyrirtækjastyrkja og styrkja til stofnana sveitarfélaga og ríkisins hér: Landsmennt – Sveitamennt – Ríkismennt – Sjómennt
Athugið! Félagsmenn þurfa að skila umsókn inn til félagsins sem sér um afgreiðslu. Nú hefur Eining-Iðja opnað fyrir Mínar síður þar sem félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og geta m.a. sótt um rafrænt þá styrki sem í boði eru í sjúkrasjóði og í fræðslusjóði. Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig inn til að prófa síðuna. Ef þið lendið í vandræðum með innskráninguna þá er starfsfólk félagsins boðið og búið að aðstoða ykkur. Félagsmenn, skoðið vel og lagið ef þarf bankaupplýsingar, símanúmer og netföng.