Með breytingum á lögum um fæðingar og foreldraorlof sem samþykktar voru á Alþingi í desember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013 og svo í áföngum á árunum 2014, 2015 og 2016 er að nokkru bætt fyrir þær skerðingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum, auk þess sem fæðingarorlofið verður lengt í áföngum á næstu árum og verður 12 mánuðir vegna barna sem fæðast (eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur) 1. janúar 2016 og síðar.
Helstu breytingarnar sem taka gildi vegna barna sem fæðast (eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur) 1. janúar 2013 og síðar eru þessar:
Lögin kveða á um skyldur starfsmanna til að tilkynna atvinnurekenda um töku fæðingar- eða foreldraorlofs. Þá skilgreina þau réttarstöðu foreldra í fæðingar- eða foreldraorlofi gagnvart atvinnurekenda og ávinnslu réttinda meðan á orlofstöku stendur.
Fæðingarorlofið lengist í áföngum á næstu árum:
2014: Réttur foreldra til fæðingarorlofs verður tíu mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2014. Sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarorlofs skal vera þrír og hálfur mánuður og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs vera þrír mánuðir.
2015: Réttur foreldra til fæðingarorlofs verður ellefu mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2015. Sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarorlofs skal vera fjórir mánuðir og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs vera þrír mánuðir.
2016: Réttur foreldra til fæðingarorlofs verður tólf mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá 1. janúar 2016. Sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarorlofs skal vera fimm mánuðir og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs vera tveir mánuðir.
Í meðfylgjandi upplýsingariti er gerð ítarleg grein fyrir efni laganna um fæðingar- og foreldraorlof og framkvæmd þeirra.