Breytingar urðu í stjórn Matvæla- og þjónustudeildar á fundi stjórnarinnar sem fram fór nýverið. Í lögum Einingar-Iðju segir að formaður og varaformaður félagsins skulu ekki eiga sæti í svæðisráði eða stjórn starfsgreinadeilda. Þar sem Tryggvi Jóhannsson, sem endurkjörinn var sem formaður deildarinnar á síðasta aðalfundi hennar, er orðinn starfandi varaformaður félagsins var ákveðið að Beth varaformaður deildarinnar tæki við stjórn deildarinnar og verði starfandi formaður út starfsárið. Stjórnin ákvað einnig að meðstjórnandinn Baldvin Hreinn Eiðsson, frá Kjarnafæði-Norðlenska, yrði starfandi varaformaður deildarinnar út starfsárið. Þar með er hann einnig kominn inn í aðalstjórn félagsins, en formann og varaformenn deilda sitja í henni.
Á fundinum varð einnig sú breyting að Tryggvi er nú orðinn starfsmaður deildarinnar í stað Önnu Júlíusdóttir, en hefð er fyrir því að varaformaður félagsins sjái um það starf. Önnu var þökkuð fyrir hennar störf fyrir deildina, fyrst sem formaður hennar og síðan starfsmaður síðastliðin 23 ár.