Á fundi stjórna Sveitamenntar og Ríkismenntar í desember sl. var samþykkt að einstaklingur geti átt uppsafnaðan rétt til tveggja ára eins og til þriggja ára. Þá var einnig tekin ákvörðun í stjórnum þessara tveggja sjóða að falla frá hlutfallsstyrkjum til einstaklinga og veita alltaf 100% styrki, þó að hámarki kr. 130.000 á ári. Tóku þessar breytingar á reglum gildi þann 1. janúar sl.
Það er ánægjulegt að kynna þessa breytingu sem gerð er á reglum sjóðanna en með þessu er leitast við að mæta þörfum þeirra félagsmanna sem vilja bæta þekkingu, ná í aukin réttindi og mæta morgundeginum með þá hæfni sem nauðsynleg er. Þessi breyting mun vonandi verða til þess að enn fleiri geti sótt og greitt fyrir nám eða námskeið sem teljast til starfsmenntunar.
Ný regla hljóðar þá samanber eftirfarandi;
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu tvö ár eiga rétt á styrk allt að kr. 260.000,- eða síðustu þrjú ár eiga rétt á allt að kr. 390.000,- fyrir eitt samfellt nám eða námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins. Uppsafnaður réttur skerðist ekki hafi félagsmaður fengið styrk undir kr. 50.000,- á tíma uppsöfnunar. Sá styrkur kæmi þó til frádráttar.
Þá var einnig tekin ákvörðun í stjórnum þessara tveggja sjóða að falla frá hlutfallsstyrkjum til einstaklinga og veita alltaf 100% styrki, þó að hámarki kr. 130.000.- á ári. Þetta mun einnig koma verulega til móts við þá einstaklinga sem nýta sjóðina til að niðurgreiða námskeið og nám sem þeir kunna að sækja og stunda.
Sem sagt, áður voru greiddir 80% styrkir en frá og með 1. janúar 2024 verða greiddir 100% styrkir en að hámarki eins og áður kr. 130.000.- á ári.
Báðar þessar breytingar á reglum tóku gildi 1. janúar 2024 og gilda gagnvart námi og námskeiðum sem hefjast eftir þann tíma.