Bjarg íbúðafélag fékk nýlega úthlutað styrk úr Aski mannvirkjasjóði í annað sinn vegna rannsóknar á nýtingu birtuorku fyrir íbúðarhúsnæði.
Askur – mannvirkjarannsóknasjóður var stofnaður árið 2021 og er hlutverk hans að veita styrki til nýsköpunar – og mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.
Árið 2024 veitti Askur – mannvirkjarannsóknasjóður styrk vegna uppsetningar sólarorkuvers á fjölbýlishús í eigu Bjargs. Í febrúar 2025 fékk félagið styrk til framhaldsrannsóknar vegna tengingar rafhlöðulausnar við kerfið með það markmið að nýta orkuna á þeim tíma sem íbúar nota mest rafmagn.
Birtuorka (www.birtuorka.is) er samstarfsaðili Bjargs í verkefninu ásamt Orkuveitunni, Orkustofnun, Reykjavíkurborg og Háskólanum í Reykjavík.
Upplýsingar um verkefnið eru á www.solarorka.is
Sjá umfjöllun á heimasíðu HMS:
https://hms.is/frettir/40-verkefni-fengu-styrki-til-rannsokna-og-nyskopun
Hvað er Bjarg íbúðafélag?
Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd, "Almene boliger".
Leiðarljós félagsins er að veita leigutökum öruggt húsnæði til langs tíma.
Á Akureyri á Bjarg eitt fjöleignarhús. Að litlum hluta tveggja hæða með stigahúsi en aðallega þriggja hæða með lyftu og stigahúsi. Í húsinu er 31 íbúð. Upphaf leigu var 1. nóvember 2020.
Núna er í undirbúningi framkvæmdir á Akureyri og gerir áætlun ráð fyrir að vorið 2025 verði tekin fyrsta skóflustungan að 28 íbúðum í Móahverfi (Langimói 1-3 og 13-15)