Félagið var að fá fréttir af því að vegna framkvæmda í Mjölnisholti verði bílakjallarinn í Ásholti lokaður frá og með næsta fimmtudegi, 6. júlí 2023, og út ágúst. Íbúar og gestir eru því beðnir að koma bílum úr kjallaranum fyrir fimmtudaginn 6. júlí.
Íbúar og gestir fá að nota bílakjallara við Höfðatorg sér að kostnaðarlausu. Póstur verður sendur á eftir á alla félagsmenn sem eru með íbúð á leigu á tímabilinu með nánari leiðbeiningum um hvað þarf að gera til að skrá sinn bíl þar inn.
Í pósti sem sendur var á félagið segir að Veitur og Reykjavíkurborg hefji framkvæmdir í Mjölnisholti í byrjun júlí. Áhersla er á að gera svæðið mannvænna og skemmtilegra. Markmið hönnunarinnar er að skapa fallegri ásýnd götunnar með vistlegra umhverfi, hægari akstri og bættu umferðaröryggi. Einnig verður meira rými fyrir virka ferðamáta, eins og gangandi og hjólandi. Svæðið verður gróðursælla og lögð áhersla á fallega lýsingu.