Ávísun á frábært frí

Á orlofsvef félagsins geta félagsmenn keypt ferðaávísun sem tryggir bestu kjörin á gistingu á fjölmörgum hótelum og gistiheimilum um allt land. Einnig er hægt að nota ferðaávísunina upp í gönguferðir, en nokkur ferðaþjónustu fyrirtæki taka við Ferðaávísun stéttarfélagana. Félagsmenn njóta sérkjara á völdum ferðum en einnig má nota Ferðaávísun upp í hvaða ferð sem er á vegum þessara fyrirtækja.

Félagsmenn skrá sig inn á orlofsvef Einingar-Iðju og kaupa þar ferðaávísun sem hægt er að nota upp í gönguferðir eða gistingu á tugum hótela og gistiheimila í öllum landsfjórðungum, án þess að festa dagsetningu dvalarinnar. Þeir velja upphæð ávísunarinnar og greiða fyrir. Þeir bóka því næst gistingu á þeim stað sem þeim hugnast en herbergi, þjónusta og verð er breytilegt á milli gististaða. Félagið niðurgreiðir gistinguna um 20% af valinni upphæð. Niðurgreiðslan getur að hámarki verið 15.000 krónur á hverju almanaksári.