Í dag kl. 12:00 lýkur atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan fer fram inn á Mínum síðum félagsins, nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil til að skrá sig þar inn.
Undir hlekknum atkvæðagreiðsla sem er á Mínum síðum félagsins, þ.e. hjá félagsmönnum sem starfa á almenna markaðinum og eru undir þessum samningi, má finna kjarasamninginn, kynningarefni um hann og kjörseðil. Hlekkurinn er einkvæmur, þegar félagsmaður hefur greitt atkvæði getur hann ekki farið aftur í atkvæðagreiðsluna.
Ef þú starfar á almenna markaðinum en finnur ekkert um atkvæðagreiðsluna á þínum Mínum síðum hafðu þá samband við Arnór Sigmarsson, formann kjörnefndar, í síma 460 3600 eða arnor@ein.is
Félagsmenn sem samningurinn nær til eru hvattir til að kynna sér samninginn vel og umfram allt taka afstöðu og greiða atkvæði.