ASÍ - Verðmunur á matvöru eykst við samanburð á kílóverði

Í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru sem framkvæmd var þann 15. febrúar var meiri munur á verði milli verslana en áður en í þetta skiptið var áhersla lögð á að bera saman lægsta kílóverð á vörum. Meðalverð á 113 vörutegundum var lægst í Bónus, að meðaltali 6% frá lægsta verði en hæst í Iceland, að meðaltali 54% frá lægsta verði. Í um helmingi tilfella var yfir 60% munur á hæsta og lægsta verði eða í 57 tilfellum af 113 og þar af var yfir 100% munur á hæsta og lægsta verði í 32 tilfellum.  

Meðalverð á vörukörfu sem inniheldur matvöru sem þarf til að matreiða sunnudagslæri með meðlæti ásamt forrétti og eftirrétti var 52% hærra í Heimkaup þar sem það var hæst, en hjá Bónus og Krónunni þar sem verðið var lægst. Lægsta kílóverð var tekið af öllum þeim vörum sem þurfti í matseldina.

Sjá nánar á síðu verðlagseftirlits ASÍ