ASÍ - Verðbólga hækkar þriðja mánuðinn í röð

Vísitala neysluverð hækkaði um 1,39 prósentur milli mánaða í febrúar samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru í byrjun vikunnar. Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 10,2%. Ef horft er fram hjá áhrifum húsnæðis mælist verðbólga 8,9% og hækkar um 1,81% milli mánaða. Verðbólga jókst þriðja mánuðinn í röð, umfram væntingar greiningaraðila. 

Dregið hefur verulega úr áhrifum húsnæðis á vísitölu neysluverðs en húsnæði, hiti og rafmagn hækkar aðeins um 0,25% (0,08% vísitölu áhrif) milli mánaða og þar af hækkar reiknuð húsaleiga, markaðsverð húsnæðis ásamt framlagi vaxtabreytinga, um aðeins 0,1% milli mánaða en greidd húsaleiga, sem lýsir leiguverði, hækkar um 0,9% á milli mánaða. 

Sjá nánar í frétt á heimasíðu ASÍ