ASÍ - Tæp 60% telja hlutdeild í arði auðlinda rangláta

Aðeins rétt rúmur fjórðungur landsmanna telur hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda réttláta, að því er fram kemur í nýrri þjóðmálakönnun Alþýðusambands Íslands (ASÍ).  

Spurt var: Telur þú að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát eða ranglát? 

Um 57% þátttakenda í könnunni töldu hlutdeildina ýmist frekar eða mjög rangláta.   

Hærra hlutfall kvenna en karla taldi hlutdeildina mjög rangláta eða 33% á móti 28%. 

Á meðal háskólamenntaðra reyndist 61% telja hlutdeild almennings í arðinum ýmist mjög eða frekar rangláta og var það hlutfall hærra en  meðal fólks sem lokið hafði framhaldsskólamenntun (55%) og grunnskólaprófi (52%).  

Á landsbyggðinni kváðust 56% telja hlutdeildina rangláta og á höfuðborgarsvæðinu reyndist hlutfallið 58%.  

Sjá nánar hér